Bjarni þótti á sínum tíma í hópi merkustu skálda landsins, en hann var af hinu kunna skáldakyni að austan. Var Einar skáld í Heydölum afi hans. Einar fæddist árið 1621. Foreldrar hans voru séra Gizur Gíslason að Þingmúla og kona hans Guðrún Einarsdóttir prests í Heydölum, Sigurðssonar.