Hjálp
Get ég hlaðið lestri inn á iPod eða mp3-spilara?
Aðeins fyrsti lesturinn kemur inn í iTunes
Áskrift fyrir einstaklinga og heimili
Almennt um hlusta.is
Hlusta.is býður þér nú þegar upp á þúsundir upplestra af vönduðu og fjölbreyttu efni og stöðugt bætist nýtt efni við. Með því að gerast áskrifandi að Hlusta.is opnast þér heill heimur af fróðleik og afþreyingarefni sem hægt er að hlusta á í rólegheitum heima hjá sér eða hvar sem er. Já, nú geturðu hvílt þig á bókinni annað slagið og hlustað á sögur eða fróðleiksþætti, eins og þig hefur alltaf langað til.
Hvernig stjórna ég lestrinum?
Þú velur þér efnisflokk á forsíðunni, t.d. íslenskar skáldsögur (sjá mynd #1). Því næst velur þú sögu til að hlusta á, t.d. Ást og auður (sjá mynd #2). Þá opnast ný síða þar sem aðeins viðkomandi upplestur er að finna. Þú velur númer lestrarins til hægri í glugganum fyrir söguna (sjá mynd #3), þ.e. hvar í þessari sögu þú vilt byrja núna. Ef þú hefur ekki hlustað á söguna áður velurðu 1. lestur, en lestur með hærra númeri ef þú ert lengra kominn. Lesturinn byrjar um leið og þú hefur smellt á númer lestrarins. Athugið að stuttar sögur eða ljóð og ævintýri eru oft bara einn lestur og þá án númers. Þú byrjar á að smella á þennan eina lestur sem er oftast nafn sögunnar og alltaf til hægri eins og áður sagði.
Þegar smellt hefur verið á þann lestur sem óskað er eftir byrjar sagan og heldur áfram milli lestra uns gefin er skipun um að stoppa. “Spilarinn”, það sem þú sérð í miðjum glugganum, gefur þér nokkra möguleika til að stjórna eftir að lestur hefur hafist (sjá mynd #4). Ef þú vilt stoppa alveg og byrja upp á nýtt ýtirðu á ferninginn sem táknar “Stoppa”. Ef þú vilt gera hlé en halda áfram síðar frá sama stað (þú mátt þá ekki fara út úr þessari valmynd, það jafngildir Stopp) ýtir þú á “Hlé” (e; pause) sem eru takki með tvö lóðrétt strik. Þegar þú svo vilt byrja aftur þar sem frá var horfið ýtir þú á rauða takkann fyrir “Byrja” (e; start).
Ef þú hefur ekki byrjað á réttum stað (ert búinn að hlusta á hluta sögunnar) getur þú notað örvarnar sem vísa til hægri og vinstri til að hoppa milli lestra. Hægri örin lætur þig hoppa á næsta lestur en vinstri örin næsta á undan þeim sem er að spilast. Þú þarft hvorki að ýta á Stopp né Hlé heldur getur hoppað svona á milli lestra þótt verið sé að spila uns þú hefur fundið rétta staðinn.
Rauðu tölurnar tvær í spilaranum sýna annars vegar (sú fyrri) hvað er liðið af þessum lestri og hin hvað tölvan er búinn að sækja mikið af lestrinum. Þegar allur lesturinn er komin hættir sú aftari að breytast en sú fyrri sýnir áfram hvernig lestrinum miðar.
Get ég hlaðið lestri inn á iPod eða mp3-spilara?
Já, áskrifendur geta líka hlaðið efninu okkar inn á iPod eða mp3-spilara. Þannig má fara með upplesturinn hvert sem er, eins og í ræktina, bílinn, sumarbústaðinn eða flugvélina.
iPod og iTunes
Fyrirkomulagið á Hlusta gerir ráð fyrir að flestir noti iPod en það er ekki skilyrði. Það er líka hægt að nota hvaða mp3 spilara sem er en í öllu falli verður að vera iTunes á tölvunni. Það forrit getur þú sótt á Netinu gjaldfrjálst. Ítarlega umfjöllun um iTunes og hvernig á að sækja það og setja efni á iPodinn er að finna á forsíðu Hlusta.is eða með því fylgja hlekknum hér að ofan. Þar er líka skýrt hvernig þú getur sett efnið á geisladiska ef þess er óskað.
Hvert fór lesturinn?
Ef þú halar niður lestri frá Hlusta.is þá verður hann aðgengilegur í Hlaðvarpinu (Podcasts) í iTunes hjá þér. "Podcasts" íkonið er ofarlega í listanum til vinstri í iTunes forritinu. Þegar þú smellir á það íkon birtast öll þau vörp sem þú hefur hlaðið niður og þú getur með einni skipun séð tengda viðbótarlestra, t.d. framhaldslestra sömu sögu.
Ef þú vilt finna hvar skráin sjálf liggur á harða disknum þá skaltu lesa kaflann um MP3 spilara hér að neðan.
Hlaðvarpið (Podcast) í iTunes
Mest af umfjöllun sem þú munt finna um iTunes er sniðið að tónlist en efnið af Hlusta.is og flest talað mál fer hinsvegar inn í Hlaðvarpið (Podcast) í iTunes. Öll aðferðafræðin við meðhöndlun hlaðvarps er mjög svipuð og um tónlist væri að ræða.
Eftir að þú hefur gefið skipun á Hlusta.is um að hlaða niður sögu ferðu í Podcast í iTunes (íkonið er ofarlega til vinstri). Þá birtist iTunes síða sem er eins og hinar nema á henni er listi yfir þau dagskráratriði sem í boði eru í Hlaðvarpinu. Það gæti t.d. verið framhaldssaga í mörgum lestrum sem myndi þá birtast í jafn mörgum línum og lestrarnir eru, eftir að þú hefur smellt á litla “ör” framan við nafnið á sögunni. Nú getur þú hlaðið öllum lestrum sögunnar niður til að setja söguna í heild á iPodinn eða til að brenna á disk.
Í nýrri útgáfum af iTunes getur þú fyrst smellt á miðjan “view” takkann (grid/album view) sem er efst og aðeins til hægri og þá birtast box, eitt eða fleiri, en hvert þeirra er íkon fyrir eina sögu. Einnig getur þú valið "grid/album view" í "View" valmöguleikanum í valmyndalínunni efst til hægri. Þú tvísmellir á boxið fyrir söguna (1. lesturinn sem er kominn inn í iTunes) og þá birtist listi yfir aðra lestra viðkomandi sögu. Þú smellir á “get all” til að sækja þá alla.
Við mælum með að þú hafir alltaf nýjustu útgáfuna af iTunes á tölvunni. Það kostar ekkert nema vinnuna við að sækja/hlaða niður forritinu frá www.iTunes.com
iPodinn stoppar milli lestra
Þegar allir lestrar/kaflar tiltekinnar sögu eru komnir inn í Podcast (ofarlega til vinstri) í iTunes er hægt að draga þá yfir á iPodinn, sem er líka sýndur vinstra megin í iTunes, ef hann er tengdur við tölvuna.
iTunes gerir upphaflega ráð fyrir að allir lestrar tiltekinnar sögu séu sjálfstæðar einingar og hverja einingu verður að "ræsa" sérstaklega til að hlusta á efnið.
Til að leysa þetta vandamál og láta einn kafla taka við af öðrum þarf að búa til "spilunarlista" eða "lagalista" fyrir lestrana, eins og um tónlist væri að ræða. Þetta er gert með því að fara í "File" alveg efst til hægri í iTunes valmyndinni og frá felliglugga, sem þá opnast, velja, "New playlist". Þegar það hefur verið framkvæmt sést í röndinni vinstra megin, undir fyrirsögninni Playlists, lína þar sem hjá stendur "untitled" (án nafns). Þetta er nýr Playlisti sem þið gefið nafn viðkomandi sögu. Smellið á þessa fyrirsögn "untitled" og skrifið nafnið beint þar inn. Síðan eru lestrar sögunnar dregnir eða "copied" úr Podcast yfir í nýja Playlistann.
Playlistann má síðan draga yfir á iPodinn, sem meðhöndlar nú listann sem eina einingu og spilar allan listann frá upphafi til enda eins og lagasafn, án þess að stoppa á milli.
Þá er líka flýtihnappur ( + ) alveg neðst til vinstri til að búa til nýja lista, því þetta er svo algeng aðgerð.
Mp3 spilarar
Fyrir þá sem eru með mp3 spilara er málið örlítið flóknara en fyrir iPod eigendur, svona í fyrsta skipti, en það munar ekki miklu. Til að taka lestra yfir á mp3 spilarann verður að vera iTunes á tölvunni til að taka á móti lestrunum frá Hlusta.is. Þegar efninu hefur verið hlaðið í iTunes er lesturinn valinn og hægri smellt á músinni. Þá birtist felligluggi sem sýnir m.a. valmöguleikann “Show in windows explorer”. Þegar það hefur verið valið sést hvar hljóðskrárnar eru vistaðar á tölvunni, þ.e. í hvaða möppu þær eru. Passaðu að smella ekki á titil sögunar því þá færðu annan valseðil. Þú átt að hægrismella á fyrsta lesturinn sem er neðan við titilinn og aðeins inndreginn þá sérðu valið “Show in windows explorer”. Það næsta er að opna annan glugga frá “My computer” sem þú finnur ef þú klikkar á “Start” takkann, neðst til vinstri. Í “My computer” glugganum finnur þú mp3 spilarann þinn. Nú geturðu dregið skrárnar yfir á mp3 spilarann úr glugganum sem sýndi hvar lestrarnir eru vistaðir - og málið er leyst.
Aðeins fyrsti lesturinn kemur inn í iTunes
Eftir að fyrsti lesturinn er kominn í iTunes – þegar þú smelltir á sækja söguna fyrir iTunes á Hlusta.is fórr bara fyrsti lesturinn – verður þú að fara inn í "Podcast" í iTunes til að sækja restina af sögunni. Í iTunes finnur þú nafn sögunnar og 1. lesturinn. Með því að smella á litla “ör” fyrir framan nafnið á sögunni í Hlaðvarpinu færðu yfirlit yfir alla lestra sögunnar og við hvern þeirra tilboð ("Get") um að sækja þá á Hlusta.is eða alla í einu ("Get all").
Í nýjustu útgáfum af iTunes getur þú líka séð sögurnar/lestrana sem númeraða kassa (stundum með myndum) ef þú hafðir stillt “View” á myndræna framsetningu (grid/album view). “View” valmöguleikinn er efst og til hægri í iTunes sem og í valmyndalínunni efst til vinstri.
Nú sérðu e.t.v. kassa sem undir stendur "Valin ljóð eftir Bólu....; 1 episode" ef vísur eftir hann voru það sem þú vildir. Þú tvísmellir á lesturinn (eða kassann). Nú getur þú valið hvaða lestra þú vilt eða sagt “Get All” sem sækir alla lestrana (öll ljóðin).
Áskrift fyrir einstaklinga og heimili
Það er ótrúlegt en satt að þið getið gerst áskrifendur að hlusta.is fyrir einungis 1.790- kr. á mánuði. Fyrir þessa upphæð hafa áskrifendur fullan aðgang að öllum hljóðskrám sem nú þegar eru á Hlusta.is og líka öllum nýjum upplestrum. Núna er sett inn nýtt efni vikulega og tilstendur að fjölga þeim dögum sem nýtt efni bætist við. Í hverri viku bætast t.d. við lestrar úr öllum framhaldssögunum sem eru í lestri fyrir utan margvíslegt annað efni svo sem ljóð, barnasögur og fróðleikur af ýmsum toga.
Áskrifendur fá líka reglulega sent í tölvupósti fréttabréf um það sem er döfinni hverju sinni auk þess sem þeir geta skráð sig á Facebook síðuna okkar og tekið þátt í umræðu um efnið.
Áskrift fyrir bókasöfn, stofnanir og vinnustaði
Hlusta.is býður bókasöfnum, skólum, leikskólum, dvalarheimilum, stofnunum og vinnustöðum þar sem margir eru samankomnir upp á sérstök áskriftarkjör. Vegna þess hve slíkir staðir eru ólíkir hvetjum við alla til að hafa samband við okkur og semja um sérkjör.
Efnið sjálft
Til þæginda fyrir áskrifendur skiptum við hljóðbókunum okkar niður í eftirfarandi flokka:
Íslenskar skáldsögur. Hér má finna fjölbreytt safn skáldsagna eftir íslenska höfunda, allt frá þeim fyrstu sem skrifuðu skáldsögur á íslensku til rithöfunda úr samtímanum.
Íslenskar smásögur. Hér bjóðum við upp á smásögur eftir íslenska höfunda, ýmist samtímahöfunda eða rithöfunda liðinna alda.
Þýddar skáldsögur. Hér ættu allir að geta fundið eitthvað áhugavert að hlusta á, hvort sem það eru spennusögur, ástarsögur, uppvaxtarsögur, ævintýrasögur eða heimsbókmenntir. Sem dæmi má nefna perlur eins og Góða dátann Svejk, sögur af spæjaranum Sherlock Holmes og ritröðina um síðasta móhíkanann.
Þýddar smásögur. Þessi flokkur hefur að geyma smásögur eftir fjölbreyttan hóp erlendra höfunda. Þar má til dæmis nefna Edgar Allan Poe, Kate Chopin, Saki, Willa Cather, O. Henry og Guy de Maupassant.
Ævisögur og frásagnir. Hér má finna ferðasögur ævintýraþyrstra ferðalanga, frásagnir af einstöku lífshlaupi og margt fleira.
Bækur á ensku. Margir hafa gaman af því að hlusta á sögur á ensku og hér má finna fjölbreytt safn hljóðbóka, allt frá reyfurum til heimsbókmennta. Þetta er líka tilvalin leið til að þjálfa sig í enskunni á skemmtilegan hátt.
Íslendingasögur og fleiri fornrit. Þessi flokkur hefur að geyma Íslendingasögur, Íslendingaþætti, Fornaldarsögur Norðurlanda, Heimskringlu, Snorra-Eddu og fleiri öndvegisrit bókmenntaarfsins okkar.
Barnasögur og ævintýri. Hér er að finna íslensk og þýdd ævintýri, þjóðsögur, dæmisögur og aðrar sögur sem ætlaðar eru fyrir börn.
Ljóð. Hér má finna stök ljóð jafnt sem heilar ljóðabækur eftir öndvegisskáld eins og Einar Benediktsson, Jóhann Jónsson, Stephan G. Stephansson og fleiri.
Þjóðsögur. Þessi flokkur hefur að geyma bæði stakar þjóðsögur og þjóðsagnasöfn. Má þar til dæmis nefna Búkollu, Bakkabræður og sögur af álfum úr safni Jóns Árnasonar.
Greinar. Hér má finna greinar um allt milli himins og jarðar - menn, málefni og atburði.
Safnrit. Þessum flokki tilheyra rit með efni af ólíku tagi.
Viðtöl. Hér má finna viðtöl og samtalsbækur.
Leikrit. Í þessum flokki eru fáein leikrit sem ýmist eru upplesin í heild af einum lesara eða leikin eins og útvarpsleikrit.
Jólasögur. Jólasögur úr ýmsum áttum prýða þennan flokk, bæði íslenskar og þýddar.
Almennur fróðleikur. Hér má finna margs konar efni fyrir fróðleiksfúsa hlustendur.
Þjóðlegur fróðleikur. Þessi flokkur er svipaður og sá næsti á undan, nema hvað hér er um að ræða efni sem tengist íslenskri sögu og menningu á einhvern hátt.
Saga. Þessi flokkur inniheldur ýmislegt efni af sagnfræðilegum toga.
Að lokum má nefna að sumar hljóðbækur tilheyra fleiri en einum flokki.
Bókmenntakynningar á hlusta.is
Á hlusta.is munum við bjóða reglulega upp á kynningar á bókmenntum og einstökum höfundum til að hjálpa áskrifendum okkar að setja sig inn í ákveðin tímabil í bókmenntasögunni og verk einstakra höfunda.