Ein þekktasta jólasaga heimsbókmenntanna er án efa A Christmas Carol eftir Charles Dickens. Hér segir frá fúllynda nískupúkanum Ebenezer Scrooge og óvæntri heimsókn sem hann fær eina jólanótt sem á eftir að breyta lífi hans svo um munar.
Þessi saga er lesin á ensku.
A Tale of Two Cities er söguleg skáldsaga eftir Charles Dickens. Sögusviðið er borgirnar London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Margir kannast við upphafsorðin: "It was the best of times, it was the worst of times..."
Sagan Barnaby Rudge: A Tale of the Riots of Eighty eftir Charles Dickens er söguleg skáldsaga sem birtist fyrst á prenti árið 1841.
Mil Nicholson les á ensku.
Skáldsagan Bleak House er af mörgum talin með bestu verkum Charles Dickens. Hún kom fyrst út á árunum 1852-1853. Í sögunni birtist fjöldi litríkra persóna eins og Dickens einum er lagið.
Sagan Dombey and Son eftir Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1846-1848. Paul Dombey er auðugur eigandi skipafélags. Hann er harður í viðskiptum og harður við fjölskyldu sína. Sonur hans, sem hann hefur lengi dreymt um að eignast, er nýfæddur þegar kona hans deyr.
Hin þekkta skáldsaga Great Expectations eftir Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1860-1861. Hér segir frá viðburðaríkum uppvaxtarárum hins munaðarlausa Philip Pirrip, eða Pip, eins og hann er kallaður.
Mark F. Smith les á ensku.
Hin heimilislega og notalega saga Hljóðskraf yfir arninum eftir Charles Dickens heitir á frummálinu The Cricket on the Hearth og kom fyrst út árið 1845.
Ein þekktasta jólasaga heimsbókmenntanna er án efa Jóladraumur (A Christmas Carol) eftir Charles Dickens. Hér segir frá fúllynda nískupúkanum Ebenezer Scrooge og óvæntri heimsókn sem hann fær eina jólanótt sem á eftir að breyta lífi hans svo um munar.
Jólaklukkurnar er skemmtileg jólasaga eftir Charles Dickens.
Sigurður Arent Jónsson les.
Oliver Twist, eða The Parish Boy's Progress, er önnur skáldsaga Dickens og kom fyrst út á prenti á árunum 1837-1839. Hér segir frá munaðarlausa drengnum Oliver Twist sem strýkur til London og kemst þar í kynni við hóp ungra vasaþjófa og leiðtoga þeirra, glæpamanninn Fagin.
Sagan Our Mutual Friend er síðasta skáldsagan sem Charles Dickens lauk við, skrifuð á árunum 1864-65.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mil Nicholson.
Stjarnan er falleg saga, jafnt fyrir börn sem fullorðna, eftir
hinn óviðjafnanlega breska ritsnilling Charles Dickens.
Í sögunni koma fram allir hans bestu eiginleikar, lýsingar
á fólki og kringumstæðum.