Farmaðurinn er um margt óvenjuleg saga eftir Einar Benediktsson, nokkurs konar ævintýrasaga. Sagan er skemmtileg og ber mörg höfundareinkenni Einars.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Gullský eftir Einar Benediktsson er óvenjuleg saga, sem erfitt er að henda reiður á. Mætti kannski segja að hún sé einhvers konar ljóð í söguformi eða einhvers konar ljóðræn upplifun. Það mætti jafnvel segja hana súrrealíska.
Hafblik kom út árið 1906 og var önnur frumsamda ljóðabók Einars. Áður hafði komið út eftir hann Sögur og kvæði árið 1897 og þýðing Einars á leikriti Henrik Ibsens Pétri Gaut árið 1901.
Hrannir var þriðja ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1913, en þá voru liðin sjö ár frá útkomu bókarinnar Hafbliks (1906).
Hvammar var síðasta ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1930.
Hallgrímur Helgi Helgason les.
Hér er kominn ljóðahlutinn úr fyrstu bók Einars, Sögur og kvæði, sem kom út árið 1897.
Sagan Svikagreifinn birtist í fyrstu bók Einars, Sögur og kvæði, sem kom út 1897.
Eins og með mörg kunn skáld úr fortíðinni, hafa verk Einars Benediktssonar einhvern veginn dottið á milli kynslóða og fæstir þekkja nokkuð til verka hans. Þó hefur nafn hans ítrekað borið á góma, en öll umfjöllun tengd manninum hefur einkum snúist um manninn sjálfan og líf hans.
Vogar var fjórða ljóðabók Einars Benediktssonar (1864-1940) og kom út árið 1921.
Hallgrímur Helgi Helgason les.