Einar Sigurðsson fæddist árið 1538, sonur prestshjónanna Guðrúnar Finnbogadóttur og Sigurðar Þorsteinssonar á Hrauni í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hann átti eftir að lifa langa og viðburðaríka ævi á þeim miklu umbrotatímum sem framundan voru í íslensku þjóðlífi.