Að kvöldi dags er safn minningarþátta Erlendar Jónssonar skálds og kennara. Erlendur segir hér frá veru sinni sem ungur maður í Húnavatnssýslu, námi sínu við Menntaskólann á Akureyri og störfum sínum í Reykjavík.
Bókin Borgarmúr eftir Erlend Jónsson kom út árið 1989 og var fjórða ljóðabók höfundar. Inniheldur hún 32 ljóð og höfundur skiptir henni í þrjá kafla.
Kynslóðabil, hugsjónir og gildi eru meginefni smásögunnar Farseðlar til Argentínu úr samnefndu smásagnasafni Erlendar Jónssonar. Sögusviðið er Reykjavík um miðbik tuttugustu aldarinnar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Sagan Framavonir eftir Erlend Jónsson er smásaga úr samtímanum. Hér segir frá Páli Pálssyni sem stefnir hátt innan Véltækni- og framfarastofnunar ríkisins, en þegar stöðuhækkunin sem hann vonast eftir er í annað sinn veitt öðrum, tekur hann til sinna ráða.
Erlendur Jónsson starfaði lengi sem bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu á þeim árum þegar blaðið var leiðandi í allri menningarumræðu hér á landi. Hér segir hann frá ýmsu sem á daga hans dreif á þessum árum, bæði mönnum og málefnum.
Horft til æskuslóða er smásaga eftir Erlend Jónsson, úr safninu Farseðlar til Argentínu sem kom fyrst út árið 1987.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Leyndarmál kennarans eftir Erlend Jónsson kom fyrst út árið 1987 í smásagnasafninu Farseðlar til Argentínu.
Smásagan Lífið á Breiðósi eftir Erlend Jónsson segir frá unglingspilti sem á ekki sjö dagana sæla, hvorki heima fyrir né í skólanum. Sérstaklega virðist skólastjóranum vera illa við hann.
Raddir dagsins kom fyrst út árið 2000 og er sjöunda ljóðabók höfundar. Eins og jafnan þegar Erlendur á í hlut eru ljóðin hreinskiptin og einlæg og ekki verið að fara í kringum hlutina.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Saga úr sveitinni eftir Erlend Jónsson er brosleg sýn á lífið í sveitinni fyrir norðan, frá sjónarhorni tólf ára aðkomudrengs.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Skugginn af svartri flugu eftir Erlend Jónsson kom fyrst út árið 2002, en einungis í litlu upplagi og seldist fljótt upp. Sagan er bæði skemmtileg og spennandi, og auk þess endurspeglar hún íslenskan veruleika á áhugaverðan hátt og fellur t.a.m.
,,Þegar Aðalsteinn var orðinn fertugur tók hann ævi sína til endurskoðunar. Hvað hafði orðið af árunum?'' Þannig hefst smásagan Stjórnmálanámskeið eftir Erlend Jónsson.