Sagan The Beautiful and Damned eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald kom fyrst út árið 1922 og er önnur skáldsaga höfundar. Sagan er af mörgum talin byggð á sambandi Fitzgeralds við eiginkonu sína, Zeldu.
Smásagan The Curious Case of Benjamin Button eftir F. Scott Fitzgerald kom fyrst út árið 1922. Hér segir frá Benjamin Button sem við fæðingu lítur út eins og sjötugur maður og virðist eftir það eldast aftur á bak.
This Side of Paradise eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald kom út árið 1920 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Hér segir frá ungum stúdent við Princeton-háskóla, Amory Blaine, ástum hans og framtíðardraumum á árunum í kringum fyrri heimsstyrjöldina.