Ást og auður er stutt örlagasaga í 11 köflum, oft átakanleg. Segir þar frá stúlkunni Sigríði, bóndanum Gísla sem ann henni hugástum og kaupmanninum Þórarni sem giftist henni. Sagan minnir stundum á Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson.
Jóhanni Gunnari Sigurðssyni var ekki skammtaður langur tími hér á jörðu. Hann lést úr tæringu einungis 24 ára gamall og að honum gengnum urðu íslenskar bókmenntir þeim mun fátækari, ekki síst ef litið er til þess hvað hann, þrátt fyrir ungan aldur, skildi eftir sig.