Margir rithöfundar hafa þann sið að ganga með litla bók eða minnisblöð í vasanum til að geta gripið í og hripað niður hugleiðingar, lýsingar eða myndir sem geta komið upp í hugann þegar minnst varir.
Um rithöfundinn Jóhann Sigurjónsson hefur ávallt leikið nokkur dulúð. Ungur hélt hann utan til að læra að verða dýralæknir, en áður en hann fengi lokið því námi hafði skáldskapurinn náð tökum á honum og hann ákvað að reyna fyrir sér sem leikritahöfundur. Var það að renna blint í sjóinn og gegn