Jón Trausti var einn vinsælasti rithöfundur Íslands á fyrstu áratugum 20. aldar, en hann lést fyrir aldur fram árið 1918. Sögur hans sem sprottnar eru úr íslenskum raunveruleika fundu sér samhljóm í hjörtum landsmanna. Það voru örlagasögur sem Íslendingar þekktu til af eigin raun.
Í þessari áhugaverðu grein segir Jón Trausti frá hinum heimsfræga auðmanni og mannvini Andrew Carnegie.
Lesari er Jón Sveinsson.
Sagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét réttu nafni, er söguleg skáldsaga og byggir eins og fleiri sögur Jóns Trausta á traustum heimildum í bland við munnmælasögur. Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar.
Sagan Borgir eftir Jón Trausta segir frá séra Gísla Jónssyni, nýráðnum aðstoðarpresti í Grundarfirði. Honum lyndir ekki við yfirmann sinn, en er þó trúlofaður dóttur hans, og nú eru farnar að renna á hann tvær grímur um stöðu mála.
Bryddir skór er skemmtileg jólasaga eftir ritsnillinginn Jón Trausta, sem eins og flestar sögur hans gerist í sveit við lok 19. aldar. Er þetta rómantísk saga sem allir aldurshópar geta haft gaman af að hlusta á.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Jón Trausti segir hér frá Eyjafjallajökli, sem hann telur fegurstan allra fjalla, og sveitinni þar í kring.
Í þessari áhugaverðu grein segir rithöfundurinn Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) frá ,,fjórum mestu og víðfrægustu skáldum heimsins,'' eins og hann kemst að orði, en það eru Englendingurinn Shakespeare og Þjóðverjarnir Goethe, Schiller og Heine.
Í þessari sögu segir frá Friðriki áttunda, sem ekki var konungborinn, en hafði hlotið nafnbótina af þeirri ástæðu að
hann var jafnan áttundi maðurinn sem skipaður var árlega í fjallgöngunum til að smala á Búrfellsheiðinni.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Halla eftir Jón Trausta, sem hét með réttu Guðmundur Magnússon er fyrsta bókin í ritröðinni um fólkið í Heiðarbýlinu, en þær bækur allar nutu gríðarlegra vinsælda þegar þær komu út og hafa gert alla tíð síðan.
Fyrsta sagan í flokknum Heiðarbýlinu, sem er framhald af sögunni Höllu.
Sagan Grenjaskyttan eftir Jón Trausta (Guðmund Magnússon) er hluti af ritröðinni Halla og heiðarbýlið, sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma. Fyrsta bókin í ritröðinni hét bara Halla (útg.