Saga um klukkustund (The Story of an Hour) eftir bandarísku skáldkonuna Kate Chopin (1850-1904) er stórkostleg saga sem hún skrifaði 19. apríl árið 1894. Segir þar frá konunni Louise Mallard sem fréttir að maður hennar sé dáinn.
Sagan Silkisokkaparið eftir snillinginn Kate Chopin (1850-1904) kom fyrst út í tímaritinu Vogue árið 1897, en ástæða þess að Chopin sendi þeim söguna var sú að tímaritið leyfði kvenrithöfundum að skrifa sögur sem tengdust reynsluheimi kvenna, sem ekki var algengt þá.
Sagan The Awakening eftir Kate Chopin kom fyrst út árið 1899 og er af mörgum talin eitt af lykilverkum upphafstíma femínismans.