Hin duttlungafulla hersisfrú Aldona Najevska er vön því að allir í kringum hana hlýði hverri hennar skipun og þjóni henni sem drottningu. En kvöld eitt verður stór breyting á högum hennar.
Jón Sveinsson les.
Leopold Ritter von Sacher-Masoch (1836–1895) var austurrískur rithöfundur og blaðamaður sem varð kunnur fyrir smásögur sínar, sem þóttu oft á tíðum djarfar og sýna lífið í nokkuð óvenjulegu ljósi. Þá var hann óhræddur við að fjalla um hluti sem aðrir veigruðu sér við á þeim tíma, eins og kynlíf.