Rússneski rithöfundurinn Maxim Gorki (1868-1936) missti foreldra sína ungur og var lengi á hálfgerðum vergangi. Hann ferðaðist fótgangandi um rússneska keisaradæmið um fimm ára skeið, tók þá vinnu sem í boði var á hverjum stað og kynntist þannig fjölbreytilegu mannlífi.
Hér segir frá tveimur vinum sem báðir eru þjófar. Annar heitir Pétur valsari en hinn kallast ,,sá vongóði".
Björn Björnsson les.