Peter Cheyney (1896-1951) var breskur spennusagnahöfundur. Hann skrifaði bæði smásögur og skáldsögur og voru margar þeirra kvikmyndaðar, einkum af frönskum kvikmyndagerðarmönnum. Verk Cheyney seldust í milljónum eintaka meðan hann var á lífi, en eru nú flestum gleymd.