Eiríks saga rauða segir frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og landafundum í Vesturheimi. Er hún sennilega skráð snemma á 13. öld og eins og með flestar aðrar Íslendingasögur er höfundur hennar ókunnur. Hún hefur varðveist í handritunum Hauksbók og Skálholtsbók. Svipar henni um margt til Grænlendinga sögu, en í stórum dráttum segja þær frá sömu atburðum en á ólíkan hátt og einnig greinir þær á um margt. Þá er einnig að finna styttri frásagnir af Grænlandsferðum, Eiríki og Leifi syni hans í fleiri handritum og mætti í því sambandi nefna Íslendingabók Ara fróða, Flateyjarbók, Landnámu og Ólafs sögu Tryggvasonar.
Fátt eitt er hægt að staðhæfa um sannleiksgildi Eiríks sögu, en í flestum megindráttum mun hún vera skáldskapur sem þó byggir á sönnum atburðum, er eiginlega ofin inn í atburði sem áttu sér stað í raunveruleikanum. Flestar persónanna eiga sér samastað í raunveruleikanum, en atburðarásin er óljós. En við vitum t.a.m. út frá rannsóknum Helge og Anne Ingstad að norrænir menn komu við og settust að í Nýfundnalandi á þeim tíma sem sagan gerist. Fundust þar m.a. leifar af húsum og munum sem algengir voru á Íslandi á þeim tíma.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 00:56:55 26 MB