Haralds saga harðráða

Snorri Sturluson
0
No votes yet

Íslendingasögur o.fl.

ISBN 978-9935-28-390-0

Um söguna: 
Haralds saga harðráða
Snorri Sturluson
Íslendingasögur o.fl.

Haralds saga harðráða er ein af Noregskonungasögum Snorra Sturlusonar úr Heimskringlu. Er sagan að margra mati ein áhugaverðasta sagan í þeim sagnasjóði ásamt með Ólafs sögu helga, enda ævi Haralds ævintýri líkust og yrði jafnvel talin ótrúverðug ef gefin væri út sem skáldsaga.

Þrátt fyrir að Haraldur hafi aldrei til Íslands komið að því er menn vita, eru til margir þættir sem fjalla um Íslendinga við hirð hans og samkvæmt þeim urðu nokkrir þeirra all nánir honum um tíma, svo sem Halldór Snorrason (goða) sem var með honum í Miklagarði og Stúfur hinn blindi skáld sem var sonarsonur Guðrúnar Ósvífursdóttur. Þá mun Gissur Ísleifsson hafi dvalið við hirð hans áður en hann varð biskup yfir Íslandi. Sagan segir líka að Haraldur hafi komið Íslendingum til hjálpar þegar hallæri gekk yfir landið.

Sagan, sem telur alls 101 kafla, hefst við lok Stiklastaðaorustu þar sem Haraldur barðist í liði frænda síns Ólafs helga Haraldssonar. Þaðan liggur leiðin til Garðaríkis og áfram til Miklagarðs þar sem Haraldur var landvarnamaður keisarans. Sögunni lýkur svo á Englandi þegar Haraldur seilist þar til valda og fellur í orrustu við Harald Guðinason. Sagan er listilega skrifuð og skemmtileg í alla staði og ætti ekkert áhugafólk um Íslendingasögurnar að láta hana framhjá sér fara.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Íslendingasögur o.fl.
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:17:32 178 MB

Minutes: 
198.00
ISBN: 
978-9935-28-390-0
Haralds saga harðráða
Snorri Sturluson