Samið við Satan

Sigmund Freud
0
No votes yet

Almennur fróðleikur

ISBN 978-9935-28-869-1

Um söguna: 
Samið við Satan
Sigmund Freud
Almennur fróðleikur

Samið við Satan er eina sjálfstæða ritgerðin þar sem Freud tekur til umfjöllunar djöflatrú og samninga við þann Vonda. Engu að síður mun hann hafa haft talsverðan áhuga á því efni allt frá fyrstu starfsárum sínum. Má líklega rekja þann áhuga til námsvistar hans hjá J. M. Charcot, prófessors og yfirlæknis á Salpêtrière-geðsjúkrahúsinu í París 1885-1886.

Ritgerðin byggir á sögu málarans Cristoph Haitzmann frá Bæjaralandi sem uppi var á 17. öld. Hélt Haitzmann því fram að djöfullinn hefði haft samband við sig og reynt að freista sín. Hann hafi svo á endanum látið undan honum og gert við hann skriflegan samning. Greining Freuds á þessu óvenjulega máli er mjög áhugaverð og stórskemmtileg lesning.

Sigurjón Björnsson þýddi ritgerðina og skrifaði inngang.

Sigurður Arent Jónsson les.

Almennur fróðleikur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:18:29 143 MB

Minutes: 
78.00
ISBN: 
978-9935-28-869-1
Samið við Satan
Sigmund Freud