Tvær ritgerðir

Jón Steingrímsson
0
No votes yet

Almennur fróðleikur

ISBN 978-9935-16-589-3

Um söguna: 
Tvær ritgerðir
Jón Steingrímsson
Almennur fróðleikur

Ritgerðin Kötlugjá er inngangur að öðrum ritum Jóns Steingrímssonar um Kötlu. Hér eru rifjuð upp fyrri eldsumbrot í Kötlu fram að hinum miklu Skaftáreldum sem hófust 1783. Meðal annars kemur fram hvernig Kötlu-nafnið er til komið og hvenær fjallið hefur gosið. Eru þær upplýsingar einkum fengnar úr munnmælum sem Jón vildi ekki að glötuðust. Alls eru tiltekin sex Kötluhlaup á árunum 891-1311, sem urðu misstór.

Um að ýta og lenda í brimsjó fyrir söndum er kennslurit Jóns Steingrímssonar í sjómennsku og stjórnun á skipum. Hér er því lýst hvernig á að halda úr vör og hvernig á að stýra skipi í ýmsum veðrum og vindum. Þá eru tilteknar margvíslegar aðferðir við veiðar en Jón þótti nokkuð fundvís á fiskinn. Að auki er því lýst hvernig lenda á giftusamlega í höfn að lokinni sjóferð. Þetta er vönduð heimild um hvernig sjórinn var stundaður á 18. öld og sýnir vel að Jóni var ýmislegt meira til lista lagt en að predika kristilegan boðskap.

Hallgrímur Indriðason les.

Almennur fróðleikur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:54:05 49,5 MB

Minutes: 
54.00
ISBN: 
978-9935-16-589-3
Tvær ritgerðir
Jón Steingrímsson