Völuspá

ókunnur höfundur
0
No votes yet

Íslendingasögur o.fl.

ISBN 978-9935-16-698-2

Um söguna: 
Völuspá
ókunnur höfundur
Íslendingasögur o.fl.

Völuspá er án efa eitt stórbrotnasta og merkasta kvæði okkar Íslendinga. Þetta sextíu og þriggja erinda kvæði stendur fremst í Konungsbók eddukvæða (frá um 1270) og er þá um leið inngangur að öllu safni eddukvæða. Völuspá er einnig varðveitt í handritinu Hauksbók (frá því um miðja 14. öld (59 erindi). Í Snorra-Eddu er vitnað í 28 vísur úr kvæðinu. Bragarhátturinn er fornyrðislag. Um aldur kvæðisins í þeirri mynd sem við þekkjum það er erfitt að fullyrða. Hugsanlega hefur það gengið í munnmælum frá því fyrir kristnitöku og allt þar til það var skráð, sennilega um 1230 (frumritið er glatað alveg eins og frumrit allra annarra fornbókmenntatexta okkar). Víst má telja að kjarni kvæðisins sé ævagamall og geymi fornar heiðnar hugmyndir um sköpun heimsins, endalok hans og fleira.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslendingasögur o.fl.
Ljóð
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:21:02 28,8 MB

Minutes: 
21.00
ISBN: 
978-9935-16-698-2
Völuspá
ókunnur höfundur