Hér segir frá stúlkunni Settu sem langar ósköp mikið til að sauma sér millipils fyrir jólin, en á ekkert efni í það. Dag nokkurn finnur hún fallegt herðaskjól á förnum vegi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Hér segir frá fátækum hjónum sem eiga ekkert verðmætt nema gullsnúð af snældu kerlingar. Dag einn týnist snúðurinn og í ljós kemur að nágranni þeirra, huldumaðurinn Kiðhús, hefur tekið hann. Kerling vill þá fá ýmislegt frá Kiðhús í skiptum fyrir snúðinn.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Ósvífinn valdamaður fær á baukinn frá hreinskilnum förukarli.
Sagan birtist í safni Torfhildar Hólm, Þjóðsögur og sagnir.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Náttúrusögur eru fjórði flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Þær skiptast í dýrasögur, grasasögur, steinasögur, loftsjónir og tunglsögur, sögur af sjó og örnefnasögur.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Þessi skemmtilega þjóðsaga úr safni Jóns Árnasonar segir frá tveimur konum sem keppast um það hvor þeirra eigi heimskari mann.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Ungur maður, sonur fátækra hjóna, hlýtur eina ósk. Foreldrar hans og eiginkona hafa öll skoðun á því hvers hann skuli óska sér, en hvernig ætli honum takist að gera þeim öllum til hæfis með aðeins einni ósk?
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Þessi þekkta þjóðsaga úr safni Jóns Árnasonar segir frá þremur systrum og viðureign þeirra við tröllkarlinn Loðinbarða.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan af Parthúsa-Jóni er draugasaga úr safni Ólafs Davíðssonar.
Sigurður Arent Jónsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar eru fjölmargar sögur af sæbúum og vatna teljast þar til goðfræðisagna. Í inngangi að þessum sögum kemur fram að vatnabúar séu náskyldir álfum í munnmælum okkar Íslendinga.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar eru fjölmargar sögur af tröllum og teljast þar til goðfræðisagna. Þeirra á meðal eru þjóðsögur sem flestallir Íslendingar þekkja. Þar má nefna sögur af skessum eins og Gilitrutt, Jóru í Jórukleif og Grýlu, og söguna af því hvernig Drangey varð til.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Þessi skemmtilega íslenska þjóðsaga segir frá bræðrum nokkrum sem bera nöfn með rentu.
Gunnar Hansson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.