Bókin Borgarmúr eftir Erlend Jónsson kom út árið 1989 og var fjórða ljóðabók höfundar. Inniheldur hún 32 ljóð og höfundur skiptir henni í þrjá kafla.
Valgarður Egilsson flytur okkur sögu í formi þulu, sögu af för sinni með ferjunni upp á Skaga. Farþeginn horfir til allra átta og hugmyndaflugið er óhamið. Þulurnar eru eins konar frásöguljóð með breytilegri hrynjandi og hafa yfir sér ævintýralegan blæ.
Höfundur les.
Hafblik kom út árið 1906 og var önnur frumsamda ljóðabók Einars. Áður hafði komið út eftir hann Sögur og kvæði árið 1897 og þýðing Einars á leikriti Henrik Ibsens Pétri Gaut árið 1901.
Eitt fegursta trúarljóð að fornu er án alls efa Heyr himna smiður eftir Kolbein Tumason í Víðimýri. Kolbeinn var uppi á 12. og 13. öld og þótti mestur höfðingi í Skagafirði. Sagt er að hann hafi ort ljóðið þann 8. september 1208, daginn fyrir andlát sitt.
Hrannir var þriðja ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1913, en þá voru liðin sjö ár frá útkomu bókarinnar Hafbliks (1906).
Það hefur stundum verið sagt að skáldin séu samviska stjórnmálamannanna, og að listin sé oft á tíðum vegvísir inn í framtíðina. Það á svo sannarlega við með ljóðabálk Matthíasar Johannessen, Hrunadansinn.
Hvammar var síðasta ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1930.
Hallgrímur Helgi Helgason les.
Hér er kominn ljóðahlutinn úr fyrstu bók Einars, Sögur og kvæði, sem kom út árið 1897.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Í þessu ljóðasafni eru öll ljóð sem aðgengileg eru eftir Jóhann Jónsson. Hér er um að ræða sannkallaðar ljóðaperlur sem allir ljóðaunnendur þurfa að kynna sér.
Lesari er Gunnar Már Hauksson.
Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar eru ekki mikil að vöxtum og mundu ein og sér ekki skipa honum stóran sess í bókmenntasögu okkar Íslendinga, enda voru þau einungis brot af öllu því sem þessi andans risi sýslaði um ævina.
Raddir dagsins kom fyrst út árið 2000 og er sjöunda ljóðabók höfundar. Eins og jafnan þegar Erlendur á í hlut eru ljóðin hreinskiptin og einlæg og ekki verið að fara í kringum hlutina.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Sigurður Breiðfjörð var og er fremsta rímnaskáld okkar Íslendinga þó svo að rímurnar og Sigurður hafi liðið nokkuð fyrir ómaklegar árásir Jónasar Hallgrímssonar á sínum tíma.
Sigurður Breiðfjörð var og er fremsta rímnaskáld okkar Íslendinga þó svo að rímurnar og Sigurður hafi liðið nokkuð fyrir ómaklegar árásir Jónasar Hallgrímssonar á sínum tíma.
Jóhann Jónsson skáld skildi ekki mikið ljóðasafn eftir er hann kvaddi þennan heim ungur að árum, en ljóð hans Söknuður er eitt fallegasta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.