Sagan Gamli Lótan birtist fyrst í tímaritinu Dýravininum ásamt fleiri sögum Þorsteins Erlingssonar. Hér segir frá Lótan sem er „alræmt illmenni og hörkutól“. Hann kemur afleitlega fram við bæði menn og skepnur, en það á eftir að koma honum í koll.
Sagan fjallar öðrum þræði um dýr og samskipti mannanna við þau. Hún hefst á því að flóð gengur yfir þorpið þar sem stúlkan Sassanela býr og sjávardísin Adúavitrí tekur hana til sín.
Bjarki Jónsson les.
Þó svo að Þorsteinn hafi ort mikið frá unga aldri var það fyrst árið 1897 að ljóð hans voru birt á bók. Var það fyrir tilverknað Odds Björnssonar á Akureyri, en bókin fékk nafnið Þyrnar.