Þjóðsögur eru hinir ,,villtu ávextir'' hverrar þjóðar; í þeim býr rammur safi og dýrmæt andleg næring. Sögurnar í þessu safni eru valdar með unglinga í huga. Nota má efni sagnanna til að skapa umræður um atriði sem snerta líf hvers manns og brennandi málefni í samtíma.
Í þjóðsögum má finna hjartslátt hverrar þjóðar. Þær eru kjörinn vettvangur til að fræðast um líf og umhverfi forfeðranna. En jafnframt eru þær alþjóðlegar vegna þess að þær snerta málefni sem standa manninum nærri á öllum tímum og stöðum.
Sálfræðingar, félagsfræðingar og femínistar hafa bent á að í þjóðsögum og ævintýrum leynist margt milli línanna. Sögurnar í þessu safni gefa einmitt tilefni til umræðna um ýmislegt sem leitar á huga ungs fólks á hverjum tíma.