Smásagan Land blindingjanna (The Country of the Blind) er ein af best þekktu smásögum höfundar. Hún kom fyrst út árið 1904 í tímaritinu The Strand.
Tímavélin (The Time Machine) kom út árið 1895 og var fyrsta skáldsagan sem kom út eftir H. G. Wells. Er þetta vísindaskáldsaga og fyrsta bókin af mörgum síðan þar sem þessi hugmynd um tímaflakk með einhvers konar vél er reifað.