Smásagan Land blindingjanna (The Country of the Blind) er ein af best þekktu smásögum höfundar. Hún kom fyrst út árið 1904 í tímaritinu The Strand.
„Í landi blindingjanna er sá eineygði konungur“ - eða hvað? Fjallgöngumaðurinn Nuñez villist af leið og finnur afskekkt þorp þar sem íbúarnir eru allir blindir.
Enski rithöfundurinn H.G. Wells (1866-1946) var bæði fjölhæfur og afkastamikill. Í dag er hann einna best þekktur fyrir vísindaskáldsögur sínar, þar á meðal The War of the Worlds, The Time Machine og The Invisible Man.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 01:13:15 67 MB