Alþingi Íslendinga kom saman í fyrsta skipti á Þingvöllum árið 930. Þúsund árum síðar kom íslenska þjóðin saman á sama stað til að halda upp á 1000 ára afmæli alþingis. Jóhann Jónsson skáld segir hér frá sögu alþingis Íslendinga af þessu tilefni.
Að heiman er frásögn Jóhanns Jónssonar frá æskuárunum. Hann lýsir baráttu mannsins við náttúruöflin frá sjónarhorni ungs drengs.
Lesari er Gunnar Már Hauksson.
Það er alltaf gaman að geta boðið upp á eitthvað sem ekki hefur verið fáanlegt áður og það er einmitt það sem við bjóðum upp á með sögunni Eitthvað var það eftir Jóhann Jónsson skáld.
Í þessu ljóðasafni eru öll ljóð sem aðgengileg eru eftir Jóhann Jónsson. Hér er um að ræða sannkallaðar ljóðaperlur sem allir ljóðaunnendur þurfa að kynna sér.
Lesari er Gunnar Már Hauksson.
Jóhann Jónsson skáld skildi ekki mikið ljóðasafn eftir er hann kvaddi þennan heim ungur að árum, en ljóð hans Söknuður er eitt fallegasta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.