Sveinbjörn Egilsson var einn af máttarstólpum sinnar samtíðar í menningarlegu tilliti. Hann var atkvæðamikill skólamaður og sem kennari og síðar rektor Lærða skólans hafði hann afgerandi áhrif á þróun menntamála á Íslandi. Þar fyrir utan var hann einn okkar frambærilegasti fræðimaður um skeið.