Sveinbjörn Egilsson var einn af máttarstólpum sinnar samtíðar í menningarlegu tilliti. Hann var atkvæðamikill skólamaður og sem kennari og síðar rektor Lærða skólans hafði hann afgerandi áhrif á þróun menntamála á Íslandi. Þar fyrir utan var hann einn okkar frambærilegasti fræðimaður um skeið. Þá vann hann það þrekvirki, sem eitt og sér mun halda nafni hans á lofti um langan aldur, að þýða að stórum hluta kviður Hómers, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu, yfir á íslensku, en sonur hans Benedikt Gröndal lauk við það.
Hér getið þið heyrt stutt æviágrip Sveinbjörns, skrifað af vini hans og samtíðarmanni Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara. Er það bæði vandað og skemmtilega skrifað og lýsir Sveinbirni mjög vel.
Guðrún Helga Jónsdóttir les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 01:57:41 107 MB