Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar eru fjölmargar sögur af afturgöngum, en þær eru einn af þremur flokkum draugasagna.
Trúin á álfa og huldufólk hefur fylgt íslensku þjóðinni öldum saman. Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar inniheldur fjölmargar sögur af álfum og samskiptum þeirra við mannfólkið.
Sjöfn Ólafsdóttir les.
Hér segir frá bóndanum Sveini sem kemst að því að maður nokkur hefur verið að stela frá honum fiski. En Sveinn er fjölkunnugur og finnur leið til að kenna þjófnum lexíu.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Galdrasögur eru þriðji flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Þar má finna sögur af galdramönnum, töfrabrögðum og fleiru er tengist göldrum.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Margar sögur segja frá því sem álfar hafast að á jólanótt. Þá halda þeir veislur, ýmist í álfheimum eða í mannabústöðum, og er þá mikið um dýrðir. Einnig er sagt að álfar flytjist búferlum á nýársnótt.
Sjöfn Ólafsdóttir les.
Hér segir frá fátækum hjónum sem eiga ekkert verðmætt nema gullsnúð af snældu kerlingar. Dag einn týnist snúðurinn og í ljós kemur að nágranni þeirra, huldumaðurinn Kiðhús, hefur tekið hann. Kerling vill þá fá ýmislegt frá Kiðhús í skiptum fyrir snúðinn.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Náttúrusögur eru fjórði flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Þær skiptast í dýrasögur, grasasögur, steinasögur, loftsjónir og tunglsögur, sögur af sjó og örnefnasögur.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Þessi þekkta þjóðsaga úr safni Jóns Árnasonar segir frá þremur systrum og viðureign þeirra við tröllkarlinn Loðinbarða.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar eru fjölmargar sögur af sæbúum og vatna teljast þar til goðfræðisagna. Í inngangi að þessum sögum kemur fram að vatnabúar séu náskyldir álfum í munnmælum okkar Íslendinga.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar eru fjölmargar sögur af tröllum og teljast þar til goðfræðisagna. Þeirra á meðal eru þjóðsögur sem flestallir Íslendingar þekkja. Þar má nefna sögur af skessum eins og Gilitrutt, Jóru í Jórukleif og Grýlu, og söguna af því hvernig Drangey varð til.