Þessi frábæra viðtalsbók Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson er engri lík og að margra sögn besta viðtalsbók sem gefin hefur verið út á Íslandi. Hér gefst mönnum tækifæri til þess að kynnast skáldinu Þórbergi eins og hann var.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Í greininni Móðurást rekur Matthías söguna bak við hið frábæra samnefnda ljóð, en Jónas Hallgrímsson orti það sem nokkurs
konar andsvar við ljóði Árna prófasts Helgasonar um sama efni
sem hann aftur byggði á norsku ljóði.
Nítján smáþættir er safn smásagna eftir Matthías Johannessen. Sögurnar bera höfundi sínum vitni. Stíllinn er sérstæður og getur stundum verið erfitt að greina hvort um er að ræða smásögu, samtal, minningarþátt eða ritgerð.
Fáir þekkja Njáls sögu betur en Matthías Johannessen. Hér hefur hann tekið saman á einstaklega skemmtilegan og athyglisverðan hátt flest það sem skrifað og ort hefur verið um þá merku sögu í gegnum tíðina.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Í þessum þætti fjallar Matthías um Grím Thomsen skáld.
Sigurður Arent Jónsson les.
Sagnir og sögupersónur er safn fróðlegra bókmenntaþátta sem Matthías Johannessen skrifar af sinni einstöku snilld og hugviti þannig að allir geta haft gaman af.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Matthías Johannessen er löngu þjóðþekktur fyrir samtöl sín við fólk af öllum toga, jafnt áhrifamenn sem alþýðufólk. Matthías lítur á samtölin sem bókmenntir ekkert síður en blaðamennsku.
Matthías Johannessen er löngu þjóðþekktur fyrir samtöl sín við fólk af öllum toga, jafnt áhrifamenn sem alþýðufólk. Matthías lítur á samtölin sem bókmenntir ekkert síður en blaðamennsku.
Matthías Johannessen er löngu þjóðþekktur fyrir samtöl sín við fólk af öllum toga, jafnt áhrifamenn sem alþýðufólk. Matthías lítur á samtölin sem bókmenntir ekkert síður en blaðamennsku.
Matthías Johannessen er löngu þjóðþekktur fyrir samtöl sín við fólk af öllum toga, jafnt áhrifamenn sem alþýðufólk. Matthías lítur á samtölin sem bókmenntir ekkert síður en blaðamennsku.
Matthías Johannessen er löngu þjóðþekktur fyrir samtöl sín við fólk af öllum toga, jafnt áhrifamenn sem alþýðufólk. Matthías lítur á samtölin sem bókmenntir ekkert síður en blaðamennsku.