Hér er á ferðinni skemmtilega saga sem á sér sennilega stað í stríðinu milli Frakka og Prússa sem stóð frá 1870-1871; tilgangslaust stríð eins og svo mörg stríð, sem margir vilja þó meina að hafi orðið til þess að sameinað og voldugt þýskt ríki varð til í Evrópu. Það voru Frakkar sem áttu upptökin að stríðinu, en þeir munu hafa viljað stemma stigu við uppgangi Prússa í álfunni. Töldu Frakkar sig eiga sigurinn vísan en það fór á aðra leið því Frakkar guldu mikið afhroð í þessu stríði.
Sagan er fengin úr tímaritinu Austra, árgangi 1884.
Höfundar er ekki getið.
Lesari er Ingólfur Kristjánsson.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 00:10:15 14 MB