Í formála þessarar bókar skrifar höfundur: ,,Ágúst B. Jónsson, fyrrum bóndi á Hofi í Vatnsdal, er um margt eftirtektarverður maður, sem lærdómsríkt er að kynnast og njóta samfylgdar við um slóðir liðinna ára.
Að heiman er frásögn Jóhanns Jónssonar frá æskuárunum. Hann lýsir baráttu mannsins við náttúruöflin frá sjónarhorni ungs drengs.
Lesari er Gunnar Már Hauksson.
Að kvöldi dags er safn minningarþátta Erlendar Jónssonar skálds og kennara. Erlendur segir hér frá veru sinni sem ungur maður í Húnavatnssýslu, námi sínu við Menntaskólann á Akureyri og störfum sínum í Reykjavík.
Ólöf frá Hlöðum var ein af fáum kvenskáldum sem gátu sér orðs á 19. öld. Ljóðakver kom fyrst út eftir hana árið 1888 og var það með fyrri ljóðabókum sem út komu eftir konu á Íslandi.
Hér birtist úrval bréfa til Stephans G. Stephanssonar, eftir átta bréfritara: Helgu Jónsdóttur, eiginkonu skáldsins; Eggert Jóhannson; Jóhann Magnús Bjarnason; Hjört Leó; Skafta B. Brynjólfsson; Friðrik J. Bergmann; Guðmund Friðjónsson á Sandi og Þorstein Erlingsson.
Magnús Sigurðsson (1847-1925) var óðalsbóndi og kaupmaður á Grund í Eyjafirði.
Hér birtist dagbók vestur-íslenska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945), fyrsta bindið af þremur, og nær það yfir árin 1902-1918.
Englendingurinn William Morris, hámenntaður maður og aðdáandi íslenskra fornsagna og skáldskapar, ferðaðist um landið á árunum 1871 og 1873. Dagbók hans frá þessum ferðum er merkilegur vitnisburður um land og þjóð.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Dægradvöl er sjálfsævisaga Benedikts Gröndal og er af mörgum talin með betri slíkum sögum sem skrifaðar hafa verið á Íslandi.
Eldritið er greinargóð og spennandi lýsing eldklerksins Jóns Steingrímssonar á Skaftáreldunum sem hófust árið 1783. Sagt er frá miklum áhrifum eldanna á bæði gróður, menn og málleysingja.
Enginn ræður för: reisubók úr neðra er bráðskemmtileg og heillandi frásögn Runólfs Ágústssonar af ferðalagi hans yfir endilanga Ástralíu.
Enn um Þórberg er sjálfstætt framhald hinnar frábæru viðtalsbókar Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson, Í kompaníi við allífið.
Aðalsteinn Júlíus Magnússon les.
,,Frá upphafi hafa Íslendingar borið útþrána í brjósti í ríkum mæli,'' eins og segir í inngangi þessarar bókar. Einn þeirra manna sem útþráin greip var Sveinbjörn Egilsson.
Árni Magnússon frá Geitastekk var einn víðförlasti Íslendingur sinnar samtíðar. Hann sigldi m.a. til Rússlands, Kína og Tyrklands.
Árni lenti í ýmsum ævintýrum og lét sér fátt fyrir brjósti brenna.
Gunnar Már Hauksson les.
Jack London var um skeið einn vinsælasti og víðlesnasti rithöfundur heims. Hér segir hann sögur af sjálfum sér og öðrum frá þeim árum sem hann flakkaði um og lenti í ótrúlegustu ævintýrum.
Steindór Sigurðsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.