Brynjólfur biskup Sveinsson

Torfhildur Hólm
0
No votes yet

Íslenskar skáldsögur

ISBN 978-9935-28-146-3

Um söguna: 
Brynjólfur biskup Sveinsson
Torfhildur Hólm
Íslenskar skáldsögur

Sagan Brynjólfur biskup Sveinsson kom fyrst út árið 1882 og vakti þá verulega athygli. Höfundur sögunnar, Torfhildur Hólm var stórmerk kona og óhætt að segja að hún hafi rutt brautina fyrir kynsystur sínar. Ekki einasta var hún fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu, heldur var hún fyrsta konan sem hafði atvinnu af ritstörfum almennt. Sagan af Brynjólfi var fyrsta bókin hennar, en í kjölfarið kom svo sagan Elding, sem gerist á landnámsöldinni, og sögurnar af biskupunum Jóni Vídalín og Jóni Arasyni. Hlutu sögur hennar góðar viðtökur meðal almennings. Var Torfhildi í mun að fylgja sögulegum staðreyndum eins vel og hún gat og segja í leiðinni skemmtiega sögu. Torfhildur Hólm fæddist árið 1845 og lést árið 1918.

Brynjólfur Sveinsson fæddist árið 1605 og lést árið 1675, en biskup var hann frá 1639 og til 1674. Þótti Brynjólfur hinn merkasti maður, afburðanámsmaður og var orðlagður grískumaður. Hann lærði við Kaupmannahafnarháskóla 1624-1629. Síðar var hann konrektor við Hróarskelduháskóla 1632-1638. Þá átti hann samleið með skáldinu Hallgrími Péturssyni og má segja að hann hafi verið örlagavaldur í lífi þess merka manns. En ævi hans var viðburðarík fram á það síðasta og sagan af ástum dóttur hans Ragnhildar og Daða í Snóksdal hefur lengi verið Íslendingum hugleikin.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 09:00:38 479 MB

Minutes: 
541.00
ISBN: 
978-9935-28-146-3
Brynjólfur biskup Sveinsson
Torfhildur Hólm