Á heimleið var fyrsta skáldsaga Guðrúnar Lárusdóttur (1880-1938) og kom fyrst út árið 1913.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Anderson er saga í sjö köflum, nokkurs konar noveletta. Hún var fyrst gefin út árið 1913 í smásagnasafninu Frá ýmsum hliðum og vakti þá töluverða athygli. Fékk hún þann dóm frá einum gagnrýnanda að á henni sé ,,einkennilega mikið kast'', hvað sem það þýðir.
Sagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét réttu nafni, er söguleg skáldsaga og byggir eins og fleiri sögur Jóns Trausta á traustum heimildum í bland við munnmælasögur. Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar.
Arfurinn: spennusaga um kjarkleysi og breyskleika eftir Borgar Jónsteinsson er fyrsta skáldsaga höfundar og kom fyrst út á bók árið 2014.
Ást og auður er stutt örlagasaga í 11 köflum, oft átakanleg. Segir þar frá stúlkunni Sigríði, bóndanum Gísla sem ann henni hugástum og kaupmanninum Þórarni sem giftist henni. Sagan minnir stundum á Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson.
Aðalsteinn: saga æskumanns var önnur íslenska nútímaskáldsagan á eftir Pilti og stúlku Jóns Thoroddsen og vakti þónokkra athygli þegar hún kom út. Sagan endurspeglar vel samtíð sína og er gott innlegg í bókmenntaumræðu 19. aldar.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Bóndinn í Bráðagerði er einstaklega skemmtileg saga þar sem ólík sjónarmið takast á. Hér er á ferðinni ein af þessum týndu perlum íslenskrar bókmenntasögu.
Sagan Borgir eftir Jón Trausta segir frá séra Gísla Jónssyni, nýráðnum aðstoðarpresti í Grundarfirði. Honum lyndir ekki við yfirmann sinn, en er þó trúlofaður dóttur hans, og nú eru farnar að renna á hann tvær grímur um stöðu mála.
Sagan Brasilíufararnir naut geysilegra vinsælda er hún kom út.
Brúðargjöfin eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938) kom fyrst út árið 1923.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Sagan Brynjólfur biskup Sveinsson kom fyrst út árið 1882 og vakti þá verulega athygli. Höfundur sögunnar, Torfhildur Hólm var stórmerk kona og óhætt að segja að hún hafi rutt brautina fyrir kynsystur sínar.
Jóhann skrifaði söguna Eirík Hansson á árunum 1893-1897. Fyrsti hluti hennar var svo gefinn út af Oddi Björnssyni árið 1899. Hlaut sagan fádæma viðtökur bæði í Vesturheimi og á Íslandi.
Jóhann skrifaði söguna Eirík Hansson á árunum 1893-1897. Fyrsti hluti hennar var svo gefinn út af Oddi Björnssyni árið 1899. Hlaut sagan fádæma viðtökur bæði í Vesturheimi og á Íslandi.
Jóhann skrifaði söguna Eirík Hansson á árunum 1893-1897. Fyrsti hluti hennar var svo gefinn út af Oddi Björnssyni árið 1899. Hlaut sagan fádæma viðtökur bæði í Vesturheimi og á Íslandi.
Febrúarkrísur er fyrsta skáldsaga Ragnars Inga Aðalsteinssonar og var fyrst gefin út árið 1995. Hér segir frá ungum kennara sem hefur störf við heimavistarskóla úti á landi.