Sagan Gæfumaður eftir Einar Kvaran kom út árið 1933 og átti eftir að verða síðasta skáldsaga höfundar.
Í þessari skáldsögu úr Reykjavíkurlífinu eru fjórar aðalpersónur: Grímúlfur er nýorðinn efnaður kaupsýslumaður og fyrirmyndarborgari. Signý er saklaus sveitastúlka sem kemur til höfuðstaðarins til þess að menntast en verður óvart eftirsótt stjarna í skemmtanalífinu. Svo eru það Gerða, vinkona og hjálparhella Signýjar, og kvennabósinn Sigfús.
,,Sagan er ofin af mikilli nærfærni og er skemmtileg aflestrar,'' skrifar Sigurður Skúlason í ritdómi sínum um söguna í Skírni (1. tbl. 1933).
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 05:35:03 306 MB