Helreiðin eftir Selmu Lagerlöf heitir á frummálinu Körkarlen. Kjartan Helgason þýddi. Sagan kom fyrst út á íslensku í Winnipeg árið 1924.
Selma Lagerlöf varð áttræð síðla árs 1938 og af því tilefni skrifaði Eiríkur Sigurðsson grein um hana og verk hennar í vestur-íslenska dagblaðið Heimskringlu. Þar segir meðal annars að í Helreiðinni fjalli höfundur um það ,,að maðurinn sé af náttúrunni og guði dásamlegt undur, sem búi yfir háleitum möguleikum, hve djúpt sem hann er sokkinn. Jafnframt er bókin vitnisburður um hina fórnfúsu ást konunnar.'' (Heimskringla, 15. feb 1939)
Þóra Hjartardóttir les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 04:27:23 367 MB
