Austurför Kýrosar er frásögn af því þegar Kýros hinn yngri gerði tilraun til að hrifsa til sín völd bróður síns, Artaxerxesar annars, yfir Persaríki.
Sagan Blóðhefnd (Vendetta) er eftir Archibald Clavering Gunter og þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra Ísafoldar, en þar birtist hún fyrst á íslensku á árunum 1899-1900. Þetta er rómantísk spennusaga sem allir geta haft gaman að.
Valý Ágústa Þórsteinsdóttir les.
Cymbelína hin fagra er spennandi sakamálasaga með rómantísku ívafi eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Þýðandi er Guðmundur Guðmundsson, cand. phil.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Dalur óttans er fjórða og síðasta skáldsagan um hinn snjalla spæjara Sherlock Holmes og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle.
Hallgrímur Indriðason les.
Bréf frá Júlíu er áhugaverð bók sem sótt er nokkuð langt að, eða alla leið til andaheima. Byggir hún á ósjálfráðri skrift miðilsins Stead og er það stúlka að nafni Júlía sem skrifar í gegnum hann.
Eldraunin er spennandi saga um ástir og örlög. Sagan heitir á frummálinu Singleheart and Doubleface: A Matter-of-Fact Romance. Hún kom út í íslenskri þýðingu árið 1911.
Münchhausen barón var uppi í Þýskalandi á 18. öld eftir því sem sagan segir og er löngu orðinn heimsfrægur fyrir afrekssögur þær sem honum eru eignaðar. Þorsteinn Erlingsson þýddi sögurnar.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Þessi klassíska saga hefur fyrir löngu síðan skipað sér sess sem eitt af merkari verkum bókmenntasögunnar. Ungi læknirinn Gúllíver ræður sig sem skipslækni á kaupfar sem siglir til Suðurhafa. Skipið ferst en Gúllíver rekur á land á eyju sem hann heldur í fyrstu að sé í eyði.
Skáldsagan Glataði sonurinn (e. The Prodigal Son) eftir Hall Caine kom fyrst út árið 1904 og naut gríðarlegra vinsælda í mörgum löndum.
Flestir þekkja söguna um góða dátann Svejk og margir minnast þess eflaust þegar Gísli Halldórsson las söguna upp í útvarpi. Við bjóðum nú þessa stórkostlegu sögu í frábærum lestri Björns Björnssonar. Svejk er sígilt bókmenntaverk sem allar kynslóðir þurfa að þekkja.
Hákarl í kjölfarinu er bráðskemmtileg og spennandi sakamálasaga eftir hinn fræga rithöfund Jonas Lie, sem hér skrifar undir dulnefninu Max Mauser. Sagan gerist á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar. Dularfull morð eru framin um borð í skipi á ferð milli Evrópu og Ameríku.
Helreiðin eftir Selmu Lagerlöf heitir á frummálinu Körkarlen. Kjartan Helgason þýddi. Sagan kom fyrst út á íslensku í Winnipeg árið 1924.
Hermannskona er spennandi saga um ástir og leyndarmál.
Sagan Hjartarbani (The Deerslayer) eftir James Fenimore Cooper er fyrsta bókin í fimm rita sagnaflokki sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum.
Hin heimilislega og notalega saga Hljóðskraf yfir arninum eftir Charles Dickens heitir á frummálinu The Cricket on the Hearth og kom fyrst út árið 1845.