Í bókinni er húmanistinn, skáldið og ritstjórinn staddur í miðju kaldastríðinu og Pasternak vísar höfundi veginn í óbilandi trú sinni á frelsi. Með dagbókarfærslum og blaðagreinum styður Matthías mál sitt og skemmtir lesendum með „lifandi“ tilvitnunum og tilvísunum. Þema bókarinnar er lífið, skáldskapurinn, kommúnisminn og frelsið. Við kynnumst skemmtilegum viðmælendum höfundar eins og Þórbergi og bandaríska leikskáldinu Arthur Miller en ekki síður þá gengnum skáldum eins og Sighvati Þórðarsyni, enda er bókmenntaarfurinn höfundi afar hugleikinn. Þótt hálf öld sé liðin síðan bókin var skrifuð er efnið jafn ferskt og lindarvatn.
Einar Thorlacius les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 08:56:34 491 MB