Sagan Litli Hvammur eftir Einar Kvaran birtist fyrst í Ísafold árið 1898. Mun Einar sennilega hafa skrifað hana á Korsíku. Þangað fór hann í boði Björns Jónssonar ritstjóra til að ná heilsu eftir að hafa fengið berkla í Vesturheimi. Á þessum tíma var Einar enn nokkuð hallur undir raunsæisstefnuna enda hafði hann verið einn af sporgöngumönnum hennar með útgáfunni á Verðandi árið 1882. Sagan sem gerist í sveit er á margan hátt mjög dæmigerð fyrir þennan tíma og raunsæisstefnuna og eins og fyrri daginn tekst Einari alltaf vel upp í lýsingum sínum á smælingjum og þeim sem minna mega sín.
Emma Björnsdóttir les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 01:55:01 157 MB