The Mayor of Casterbridge er harmræn örlagasaga eftir enska rithöfundinn Thomas Hardy (1840-1928). Sagan kom fyrst út árið 1886 og hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð.
Sögusviðið er landsbyggðarbær á Englandi. Við upphaf sögunnar kynnumst við ungum manni, Michael Henchard, sem ákveður í áfengisvímu að selja eiginkonu sína og barnunga dóttur á uppboði. Mörgum árum síðar er hann orðinn farsæll kaupmaður og bæjarstjóri, en þó ekki vinsæll meðal fólksins. Hann á sífellt á hættu að hið gamla leyndarmál komist upp.
Bruce Pirie les á ensku.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 12:39:16 695 MB