Ein þekktasta jólasaga heimsbókmenntanna er án efa A Christmas Carol eftir Charles Dickens. Hér segir frá fúllynda nískupúkanum Ebenezer Scrooge og óvæntri heimsókn sem hann fær eina jólanótt sem á eftir að breyta lífi hans svo um munar.
Þessi saga er lesin á ensku.
A Jury of Her Peers er smásaga eftir Susan Glaspell, lauslega byggð á raunverulegum atburði sem höfundurinn hafði fjallað um sem blaðamaður. Upphaflega var sagan skrifuð sem leikrit í einum þætti árið 1916 og bar þá titilinn Trifles.
A Matter of System er skemmtileg jólasaga eftir Eleanor H. Porter, en hún var hvað þekktust fyrir sögurnar um Pollýönnu.
Cori Samuel les á ensku.
A Portrait of the Artist as a Young Man var fyrsta skáldsaga írska rithöfundarins James Joyce (1882-1941) og eitt af lykilverkum módernismans. Hér segir frá hinum unga Stephen Dedalus sem á ekki alveg samleið með því kaþólska og hefðbundna umhverfi sem hann elst upp í.
Skáldsagan vinsæla A Room with a View eftir E. M. Forster kom fyrst út árið 1908. Sögusviðið er Ítalía og England við upphaf 20. aldarinnar.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Elizabeth Klett.
Í skáldsögunni A Study in Scarlet komu Sherlock Holmes og Dr. Watson fyrst fram á sjónarsviðið, en samtals skrifaði Conan Doyle fjórar skáldsögur og 56 smásögur um spæjarann snjalla. Sagan kom fyrst út árið 1887 í tímaritinu Beeton's Christmas Annual.
A Tale of Two Cities er söguleg skáldsaga eftir Charles Dickens. Sögusviðið er borgirnar London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Margir kannast við upphafsorðin: "It was the best of times, it was the worst of times..."
Sagan Around the World in Eighty Days er sígild ævintýrasaga eftir Jules Verne. Hér segir frá Englendingnum Phileas Fogg sem, ásamt einkaþjóni sínum Passepartout, reynir að ferðast hringinn í kringum jörðina á 80 dögum til að vinna veðmál.
Sagan Barnaby Rudge: A Tale of the Riots of Eighty eftir Charles Dickens er söguleg skáldsaga sem birtist fyrst á prenti árið 1841.
Mil Nicholson les á ensku.
Bertie's Christmas Eve er skemmtileg jólasaga eftir Saki.
Breski rithöfundurinn Saki (1870-1916) hét réttu nafni Hector Hugh Munro. Hann er hvað þekktastur fyrir hnyttnar sögur þar sem hann hæðist að bresku samfélagi og menningu við upphaf tuttugustu aldarinnar.
Skáldsagan Black Beauty: The Autobiography of a Horse kom fyrst út árið 1877. Hún varð strax metsölubók og er það enn í dag. Sagan er sögð frá sjónarhóli hests í formi sjálfsævisögu. Hún hefur komið út í íslenskri þýðingu undir titlinum Fagri Blakkur.
Skáldsagan Bleak House er af mörgum talin með bestu verkum Charles Dickens. Hún kom fyrst út á árunum 1852-1853. Í sögunni birtist fjöldi litríkra persóna eins og Dickens einum er lagið.
Christmas Storms and Sunshine er hugljúf jólasaga eftir breska rithöfundinn Elizabeth Gaskell (1810-1965).
Ruth Golding les á ensku.
Cousin Phillis er stutt skáldsaga í fjórum hlutum eftir Elizabeth Gaskell (1810-1865). Sagan kom fyrst út árið 1864.
Hér segir frá hinum sautján ára gamla Paul Manning sem flytur út á land og kynnist þar ættmennum móður sinnar, þar á meðal stúlkunni Phillis Holman.
Cranford er ein af best þekktu skáldsögum breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965).
Hér segir frá hinum sérvitru og viðkunnanlegu íbúum smábæjarins Cranford í valdatíð Viktoríu drottningar.