Skáldsagan North and South er eitt þriggja þekktustu verka breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965), ásamt skáldsögunum Cranford og Wives and Daughters.
Hér segir frá Margaret Hale sem flytur 19 ára gömul ásamt foreldrum sínum til iðnaðarborgarinnar Milton í Norður-Englandi, þar sem iðnbyltingin er komin á skrið. Faðir hennar, fyrrum prestur, fer að vinna fyrir sér sem kennari og einn nemenda hans er John Thornton, forstjóri bómullarverksmiðju þar í bæ. Þegar Margaret hittir John Thornton hefst samband sem á eftir að verða stormasamt.
Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga á árunum 1854-1855 í tímaritinu Household Worlds (sem Charles Dickens ritstýrði), en kom svo út á bók árið 1855. Texti sögunnar og endir breyttust töluvert á milli útgáfa og skrifaði Gaskell því stuttan formála að bókinni til skýringar.
Mary Ann Spiegel les á ensku.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 18:51:23 1,01 GB