Reisubók séra Ólafs Egilssonar er ómissandi heimild um atburðarásina í kringum Tyrkjaránið og þann tíðaranda sem ríkti á Íslandi á 17. öld. Þó stíllinn sé nokkuð stirður var Ólafur eftirtektarsamur og segir um margt skemmtilega frá.
Séra Ólafur Egilsson var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum er Tyrkir komu þangað og var hertekinn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Þá fæddist þeim hjónum eitt barn í hafi stuttu eftir herleiðinguna. Örlögin höguðu því þannig að Ólafur sneri aftur úr herleiðingunni ári síðar og hafði þá ferðast um Algeirsborg í Afríku, um Ítalíu og Frakkland sunnanvert og þaðan sjóleiðis til Hollands. Á endanum komst hann til Danmerkur og þaðan til Íslands. Ferð þessi hefur verið mikið þrekvirki; Ólafur bæði lítt talandi á erlendum tungum, auralaus og illa búinn til slíkrar farar. Þá bætti ekki úr að Þrjátíu ára stríðið var í algleymingi á þessum tíma, en inn í það drógust flestar þjóðir Evrópu með einhverjum hætti. Var Ólafi ætlað að koma af stað söfnun til að kaupa laust herleitt fólk. Gekk sú söfnun illa. Í kjölfarið skrifaði Ólafur reisubók sem varð mjög vinsæl og er ein helsta heimild um þennan atburð.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 03:05:34 179 MB
