Svipmót og manngerð

Erlendur Jónsson
5
Average: 5 (1 vote)

Ævisögur og frásagnir

ISBN 978-9935-16-504-6

Um söguna: 

Svipmót og manngerð eru endurminningar Erlends Jónssonar kennara, rithöfundar og bókmenntagagnrýnanda. Útgáfan sem hér um ræðir kom út árið 2004 og er endurbætt og aukin frá bók með sama heiti sem kom út 1993. Bókin telur tæpar 200 blaðsíður í prenti og í henni segir Erlendur frá kynnum sínum af rithöfundum, útgefendum og öðrum sem létu að sér kveða í menningarlífi þjóðarinnar á seinni hluta liðinnar aldar. Þarna koma við sögu menn eins og Guðmundur G. Hagalín, Kristmann Guðmundsson, Þórbergur Þórðarson og fleiri. Erlendur segir lipurlega frá, en stíllinn og tungutakið kröftugt að sama skapi. Höfundi tekst einnig sérstaklega vel að endurspegla þann tíma sem hann segir frá og íslenskan veruleika. Hér á ferðinni stórskemmtileg endurminningabók sem fólk á öllum aldri mun kunna að meta.

Lesari er Ingólfur Kristjánsson.

Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 11:14:47 927 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
675.00
ISBN: 
978-9935-16-504-6
Svipmót og manngerð
Erlendur Jónsson