Valin ljóð úr ljóðabókinni Jörð úr ægi

Matthías Johannessen
0
No votes yet

Ljóð

ISBN 978-9935-16-656-2

Um söguna: 
Valin ljóð úr ljóðabókinni Jörð úr ægi
Matthías Johannessen
Ljóð

Jörð úr ægi nefnist þriðja ljóðabók Matthíasar og kom hún út árið 1961. Þó svo að stíll og umgjörð ljóðanna svipi til fyrri bóka hans, sækir Matthías sér myndmál fyrir þessi ljóð í aðrar áttir. Hafi t.a.m. Borgin hló verið nokkurs konar óður til borgarinnar og boðið upp á myndmál henni tengdri, má á sama hátt segja að Jörð úr ægi sé óður til náttúrunnar og sæki þangað myndir sínar og líkingar. En um leið er hún óður til lífsins og ástarinnar og bregður höfundur upp ógleymanlegum myndum til að túlka hugsun sína.

Um titilinn sagði Matthías við Silju Aðalsteinsdóttur í viðtali í Tímariti Máls og menningar frá 1996: Jörð úr ægi er vísun í Völuspá þegar sagt er að þeir eignist nýja jörð, hún rís upp. Það er þessi nýja jörð sem ég hef eignast með ást minni á þessari stúlku (þ.e. Hönnu eiginkonu skáldsins) Hún kom hlaupandi með öll öræfin og allt landið upp í fangið á mér. Jörð úr ægi er um það".

Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.

Ljóð
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:30:19 14 MB

Minutes: 
30.00
ISBN: 
978-9935-16-656-2
Valin ljóð úr ljóðabókinni Jörð úr ægi
Matthías Johannessen