Valin ljóð eftir Egil Skallagrímsson

Egill Skallagrímsson
0
No votes yet

Ljóð

ISBN 978-9935-16-641-8

Um söguna: 
Valin ljóð eftir Egil Skallagrímsson
Egill Skallagrímsson
Ljóð

Egils saga Skallagrímssonar er ein frægust allra Íslendingasagna og mun hún vera rituð á fyrri hluta 13. aldar. Hún er í stórum dráttum skáldsaga og telja menn að hún sé búin til sem umgjörð utan um vísur Egils, sem væntanlega eru þá talsvert eldri. 

Egill sjálfur er þungamiðja sögunnar, enda enginn hvunndagsmaður þar á ferð. Bjó hann yfir mörgum þeim eiginleikum sem kappar þess tíma þurftu að hafa til þess að geta kallast hetjur.  Fáir ef nokkur stóðust honum snúning að vopnfimi og kröftum, hann var áræðinn og óttaðist fátt, og þess utan var hann afbragðs skáld en frægustu kvæði hans, Höfuðlausn og Sonatorrek, þykja með því besta í kveðskap sem varðveist hefur frá þessum tíma.  Á dögum Egils vógu þessir eiginleikar þungt þegar mönnum var skipað í sveitir eftir verðleikum.

En það sem kannski er eftirtektarverðast við skáldið Egil Skallagrímsson er hvernig ljóðin birta okkur stundum annað sjónarhorn á hugsun hans.  Í sögunni eru tilfinningar hetjunnar sjaldan lýstar upp og ámálgaðar frekar en í öðrum Íslendingasögum.  Þar verður lesandinn að lesa allar tilfinningar útfrá hegðun og breytni.  Egill er ekki gjarn á að orða tilfinningar í daglegu tali, en í skáldskap hans kveður stundum við annan tón og hafa kvæðin kannski verið leið hans til að tjá tilfinningar sem hann annars hefði orðið að byrgja inni.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Ljóð
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:12:41 12,2 MB

Minutes: 
13.00
ISBN: 
978-9935-16-641-8
Valin ljóð eftir Egil Skallagrímsson
Egill Skallagrímsson