Í bókinni Vormenn Íslands á 18. öldinni segir Bjarni Jónsson frá fimm merkismönnum sem settu mark sitt á sögu þjóðarinnar.
Hér segir frá Birni Halldórssyni prófasti í Sauðlauksdal. Um hann segir höfundur: ,,Það má óhætt fullyrða, að um eitt skeið var nafn þessa mæta manns á hvers manns vörum, einkum bænda og búamanna. Því hvað var búnaðarnámskeið bænda í þá daga? Ekki annað en að lesa búnaðarritin hans. Þar mátti finna kjarnann í búnaðarfræði aldarinnar í ljósum og alþýðlegum búningi."
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 01:00:46 55,6 MB