Sögur herlæknisins eftir finnska skáldið Zacharias Topelius eru hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Á sínum tíma voru sögurnar gríðarlega vinsælar og er það trú okkar að þær eigi jafn mikið erindi til okkar í dag og þær áttu þegar þær komu út.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Tevje kúabóndi og dætur hans er safn samtengdra smásagna þar sem Tevje segir frá viðskiptum sínum, hjónabandsraunum dætra sinna sex og harmrænum örlögum Gyðinga á grátbroslegan hátt.
Þetta er hin sígilda saga um drenginn Tuma sem er svo agnarlítill að hann er ekki hærri en þumalfingurinn á móður hans. Tumi er ákaflega forvitinn og lendir því í ótrúlegustu ævintýrum.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Skáldsagan Um saltan sjá heitir á frummálinu Over salten sø. Bjarni Jónsson þýddi.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Sagan gerist í Moskvu á tímum Péturs mikla keisara og segir frá byssusmiðnum Rúrík Nevel.
Verksmiðjustúlkan er saga um ástir og örlög eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Skáldsagan Villirósa eftir Kristofer Janson segir frá norskum innflytjendum í Ameríku á síðari hluta 19. aldar. Ekkill og ung dóttir hans setjast að í skógum Minnesota. Dóttirin vingast við indíána á svæðinu og lendir í ýmsum ævintýrum.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Ættarskömm er saga um ástir og örlög eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Kristján Róbert Kristjánsson les.