Maríukirkjan í París (Notre Dame de Paris) er betur þekkt undir titlinum Hringjarinn í Notre Dame. Sagan kom fyrst út árið 1831.
Skáldsagan Maðurinn sem týndi sjálfum sér inniheldur allt sem góða og spennandi sögu þarf að prýða - óvæntar uppákomur, ævintýri og dulúð. Sagan heitir á frummálinu The Man Who Lost Himself og kom fyrst út árið 1918.
Milljónasnáðinn er skemmtileg saga um hinn þrettán ára gamla Peter Rowly sem er flugríkur en munaðarlaus og einmana. Þegar tækifæri gefst ákveður hann að flýja undan harðræði fóstru sinnar og gerast blaðsöludrengur.
Aðalsteinn Sigmundsson þýddi.
Skáldsagan Milljónaævintýrið eftir G. B. McCutcheon kom fyrst út árið 1902 og eftir henni hafa verið gerðar kvikmyndir og leikrit.
Hin þekkta skáldsaga Námur Salómons konungs eftir H. Rider Haggard kom fyrst út árið 1885 og varð strax metsölubók. Hún markaði upphaf nýrrar bókmenntagreinar innan ævintýra- og vísindaskáldskapar sem á ensku kallast "Lost World".
Páll sjóræningi eða Plága Antilla-eyjanna er spennandi saga eftir Sylvanus Cobb.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Percival Keene eftir kaptein Frederick Marryat er ein af öndvegissögum heimsbókmenntanna. Hún kom fyrst út árið 1842. Hér segir frá hinum uppátækjasama dreng Percival Keene sem lifir að hluta til í eigin heimi og er fátt heilagt.
Quo vadis? er söguleg skáldsaga eftir Henryk Sienkiewicz. Sögusviðið er Róm í kringum árið 64 e.Kr., í valdatíð Nerós keisara. Hér segir frá ástum rómverska aðalsmannsins Markúsar Vinicíusar og Ligíu, ungrar kristinnar konungsdóttur af öðrum þjóðflokki.
Ramóna er söguleg skáldsaga eftir Helen Hunt Jackson (1830-1885). Sagan gerist í Bandaríkjunum og segir frá munaðarlausri stúlku af skoskum og indíánaættum. Sagan kom fyrst út árið 1884 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hún hefur fjórum sinnum verið kvikmynduð.
Ránið á K.A. járnbrautarlestinni eftir Paul Leicester Ford er spennandi frásögn, byggð á raunverulegum atburðum. Hún heitir á frummálinu The Great K & A Train Robbery.
Sagan Ratvís (The Pathfinder) eftir James Fenimore Cooper er þriðja skáldsagan af fimm sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum. Sagan kom út árið 1840.
Sagan Róbinson Krúsó kom fyrst út árið 1719 og hét þá Life and strange surprising adventures of Robinson Crusoe. Hún varð strax mjög vinsæl og enn þann dag í dag yljar hún lesendum út um allan heim, enda sagan verið þýdd á ótal tungumál.
Rödd hjartans er saga um ástir og örlög eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Hér er á ferðinni spennusaga af bestu gerð eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn Edmund Hodgson Yates.
Valý Ágústa Þórsteinsdóttir les.
Seld á uppboði er spennandi og skemmtileg saga eftir snillinginn Charles Garvice, sem á sínum tíma naut gríðarlegrar hylli. Margar bóka hans voru þýddar á íslensku og urðu mjög eftirsóttar.