Nýsjálenski rithöfundurinn Katherine Mansfield (1888-1923) var helst kunn fyrir smásögur sínar og vilja margir meina að sögur hennar séu enn með bestu smásögum sem skrifaðar hafa verið. Sagan Sjóferðin (The Voyage) kom fyrst út árið 1921.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Peter Rosegger (1843-1918) var austurrískt skáld og rithöfundur. Hann var tilnefndur til Nóbelsverðlauna árið 1913.
Freysteinn Gunnarsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Skósmiðurinn er smásaga eftir enska rithöfundinn og leikskáldið John Galsworthy (1867-1933). Bogi Ólafsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Smári Johnsen les.
Í sögunni Slæmur hermaður eftir Alphonse Daudet lýsir höfundur sambandi liðhlaupa úr franska hernum og föður hans. Hér er á ferðinni saga eftir einn besta smásagnahöfund allra tíma.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Snarræði af stúlku er spennandi smásaga sem þýdd er úr dönsku. Birtist hún í tímaritinu Iðunni skömmu fyrir aldamótin 1900. Þetta er stutt en áhrifarík saga með dulrænu ívafi.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sóllendingur er smásaga eftir norska rithöfundinn Knut Hamsun, en hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1920.
Björn Björnsson les.
Spurning um hugrekki er spennandi saga eftir danska glæpasagnahöfundinn Else Fischer (1923-1976).
Sigurður Arent Jónsson les.
Stjarnan er falleg saga, jafnt fyrir börn sem fullorðna, eftir
hinn óviðjafnanlega breska ritsnilling Charles Dickens.
Í sögunni koma fram allir hans bestu eiginleikar, lýsingar
á fólki og kringumstæðum.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Rússneski rithöfundurinn Maxim Gorki (1868-1936) missti foreldra sína ungur og var lengi á hálfgerðum vergangi. Hann ferðaðist fótgangandi um rússneska keisaradæmið um fimm ára skeið, tók þá vinnu sem í boði var á hverjum stað og kynntist þannig fjölbreytilegu mannlífi.
Tevje kúabóndi og dætur hans er safn samtengdra smásagna þar sem Tevje segir frá viðskiptum sínum, hjónabandsraunum dætra sinna sex og harmrænum örlögum Gyðinga á grátbroslegan hátt.
Leopold Ritter von Sacher-Masoch (1836–1895) var austurrískur rithöfundur og blaðamaður sem varð kunnur fyrir smásögur sínar, sem þóttu oft á tíðum djarfar og sýna lífið í nokkuð óvenjulegu ljósi. Þá var hann óhræddur við að fjalla um hluti sem aðrir veigruðu sér við á þeim tíma, eins og kynlíf.
Smásagan Töfrar hvíta mannsins eftir F. McDermott er óvenjuleg saga sem sýnir sjónarhorn indíána í baráttunni við hvíta manninn. Sagan býr yfir óræðum galdri og tekur fyrir fordóma á athyglisverðan hátt. Bogi Ólafsson þýddi.
Björn Björnsson les.